Velkomin á ráðningavef Kaupás

Við höfum alltaf áhuga á úrvalsfólki hjá Kaupás, og bjóðum metnaðarfullu starfsfólki vinnuaðstöðu eins og hún gerist best.

Hafir þú áhuga á að vinna með okkur hvetjum við þig til að skrá þig og senda okkur umsókn – við munum svara eins fljótt og auðið er!


Sumarstörf: starfsfólk sem er í hlutastörfum hjá Kaupási gengur fyrir í sumarstörf og er því ekki auglýst sérstaklega eftir sumarstarfsfólki.Um Kaupás

Kaupás rekur 23 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um landið. Stofnun Kaupás má rekja aftur til ársins 1999 í kringum sameinaðan rekstur Nóatúns, 11-11, KÁ, Kjarvals, Krónunnar, Húsgagnahallarinnar og Intersport. Frá upphafi var það helsta markmið félagsins að ná fram hagræðingu með sameiningu rekstrarþátta eins og innkaupa, bókhalds, áætlanagerðar, launaútreikningar og upplýsingastarfsemi, auk tölvumála. Verslanirnar eru í dag reknar undir merkjum þriggja keðja; Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals.